Framsókn

Dagskrá Akureyrarvöku 2017

Dagskrá Akureyrarvöku 2017

Nú styttist í menningarhátíð Akureyringa, Akureyrarvöku en hún verður haldin 25-26 ágúst næstkomandi. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar í ár í heild sinni eins og hún birtist á vef Akureyrarstofu:

ALLA HELGINA – LYSTIGARÐURINN:
Ljósmyndasýningin Lífið í Lystigarðinum ljósmyndir  Álfkvenna.
ART AK AMARO GALLERÍ
Sýningin Brandalism á verkum listamannsins Odee.

FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 

Kl. 10  
LISTAGILIР
AKUREYRARVÖKU FLAGGAР
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og krakkar af leikskólunum Hólmasól og Iðavelli taka niður Listasumarsfánann og flagga Akureyrarvökufánanum og syngja afmælissönginn.

Kl. 10  
PENNINN-EYMUNDSSON 
#ALLTGULT
ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna #alltgult. Viðfangsefnið er „allt gult“ sem þær hafa séð á ferðum sínum um heiminn. Líkar þér sýningin? Á sunnudaginn er gestum og gangandi velkomið að taka myndir sér til eignar

KL. 17  
MENNINGARHÚSIÐ HOF 
Opnun myndlistarsýningarinnar 22 konur í Leyningi. Málverkaröðin samastendur af 22 portrait myndum af konum sem unnar eru af listakonunni Íris Auði Jónsdóttur. Sýningin sem er í Leyningi stendur til 15.okt

KL. 18-20.30 MENNINGARHÚSIÐ HOF  
Stuttmyndir Filmumanna 25 ára frumsýningarafmæli sýndar verða myndirnar Spurning um svar, Skotinn í skónum, Negli þig næst og GAS.

Kl. 21 –22  
LYSTIGARÐURINN 
RÖKKURRÓ Í LYSTIGARÐINUM 
Setning Akureyrarvöku fer fram í rómantísku rökkri Lystigarðsins og mun Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri setja hátíðina. Fram koma m.a. Norðlenskar konur í tónlist þær Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir sem fá að þessi sinni karlmanninn Óskar Pétursson til liðs við sig, ungkvennakórinn Ísold undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, gítarleikarinn Dimitrios Theodoropoulos spilar og fleira huggulegt í rökkrinu.

Kl. 21-23  KAKTUS (RÝMIÐ)
Kaktus er hópur listafólks sem skapar fjölbreytta list. Í Svarta kassanum verður innsetningin Töfraloftið. Í Hvíta kassanum sýnir listakonan Heiðdís Hólm og kl. 22 hefjast tónleika í Svarta Kassa með Sunnu Friðjónsdóttur.

Kl. 22-23.30  
ÍÞRÓTTAHÖLLIN  
HRYLLINGSVAKA 
Það verður draugalegt um að lítast á Hryllingsvökunni sem fram fer í Íþróttahöllinni. Fram koma rappararnir Siggi litli, McMg og Nvrest og hljómsveitir sem tóku þátt í Stelpur rokka, það verður bíóstemmning með hinni eini sönnu kvikmynd Ghostbusters , allir eru hvattir til að mæta í draugalegum búningum og verða veitt verðlaun fyrir hryllilegasta búninginn, hægt verður að fá hryllilega draugaförðun og svo er auðvitað hryllingsbúð á staðnum.
NORÐURORKA ER AÐALSTYRKTARAÐILI HRYLLINGSVÖKUNNAR.

*KL 22 GRÆNI HATTURINN  
Tónleikar með hljómsveitinni Baggalút.
Aðgangseyrir 

LAUGARDAGUR  26. ÁGÚST 

Kl. 10-14
FLUGSKÓLINN Í SKÝLI 13 

Vélflugfélag Akureyrar og Svifflugfélag Akureyrar auk Flugskóla Akureyrar bjóða börnum og unglingum í þátttöku í Young Eagle flugi. Young Eagles er heimsátak flugklúbba til þess að gefa ungu fólki kost á að kynnast fluginu. Þeim er boðið í hringflug í einkaflugvelum yfir bæinn og fræðslu um flug. Verkefnið er 25 ára á þessu ári og hafa yfir 2 milljónir barna tekið þátt.

Kl. 10-17 
MINJASAFNIÐ OG NONNAHÚS 
Á Minjasafninu eru eftirfarandi sýningar: Að lesa blóm á þessum undarlega stað – Íslensk-kanadískir hermenn í fyrri heimstyrjöldinni; Land fyrir stafni – nýtt skuggaleikhús, Akureyri bærinn við Pollinn – ratleikur og í Nonnahúsi er sýningin Hvað gerðir þú í gær? Skrifaðu í dagbók Nonnahúss.
KL. 10-16.40 HÁSKÓLINN Á AKUREYRI   
MÁLÞING UM KÁINN
Fjölbreyttir fyrirlestrar þar sem fram koma m.a. Viðar Hreinsson, Jón Hjaltason, Böðvar Guðmundsson, Sunna Pam Furstenau og Eleanor Geir Biliske. Tónlistarflutningur verður m.a. í höndum Baggalúts. Það er Þjóðræknisfélag Íslendinga sem býður til málþingsins um Akureyringinn Káinn og er það haldið í samvinnu við Amtsbókasafnið á Akureyri og Háskólann á Akureyri.
Akureyrarbær, Icelandair, KEA Kjarnafæði,Utanríkisráðuneytið og Norðurorka styrkja málþingið. 

 KL. 11 ÖLDRUNARHEIMILIÐ HLÍР 
HEIMILDAMYNDIN AMMA DAGBÓK DÍSU 
Sýning í samkomusalnum á heimildamyndinni Amma Dagbók Dísu eftir Önnu Sæunni Ólafsdóttur og Dagnýju Valbergsdóttur. Aðalsöguhetja myndarinnar er Hjördís Kristjánsdóttir íbúi á Einihlíð. Helena Bjarnadóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir spila og syngja að mynd lokinni.

Kl 11 TORFUNEFSBRYGGJA
Fjölskyldusigling með Húna II um Pollinn og skemmtileg tónlist um borð.

Kl. 11 – 19 RÁÐHÚSTORG  OG GÖNGUGATA 

Kl. 11-15 Súlur Vertical utanvegahlaup. 
Alvöru utanvegarhlaup þar sem lagt er af stað frá Kjarnaskógi og er hlaupið upp á Súlur. Taktu fagnandi á móti hlaupahetjunum sem enda hlaupið á Ráðhústorgi.
Kl. 13-17 Flóamarkaðsstemning í göngugötunni
vantar þig ekki pottþétt eitthvað?
Kl. 14-16 Matreiðslumenn T bone Steikhús grilla góðmeti til að smakka.
Kl. 14-16 Instant Air Force Chameleons með Kalla og Sigurbjörgu í Skátabrekkunni
Viltu prófa danslyftur og ýmsar fimleikaæfingar?
Kl. 14-15 Leiðsögn um myndlistareign Landsbankans á Akureyri 
Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri verður með leiðsögn um safnkostinn en þar má m.a. sjá verk eftir  Kjarval, Ásgrím Sveinsson og Gerði Helgadóttur.  Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í netfangið akureyrarstofa@akureyri. Í boði verða tvær leiðsagnir hvor um sig 15 mínútur.
Kl. 16-19 Skátafjör með skátafélaginu Klakki á Ráðhústorgi
Viltu gera poppkorn yfir eldstæði, grilla sykurpúða, búa til þitt eigið barmmerki eða fara í hina ýmsu leiki?   

Kl. 13 AÐALSTRÆTI 6 
Lionsklúbburinn Ylfa verður með markað í bakgarðinum. Mest smáhlutir frá 6. og 7. áratugunum. Ýmsar gersemar leynast inn á milli og flest verður selt á 100 – 300 kr.

KL. 13-16 DAVÍÐSHÚS 
Það er einstakt að heimsækja hús skáldsins og jafnvel hlýða á upptökur af skáldinu lesa upp úr verkum sínum.

Kl. 13-16 FLÖTIN VIÐ SAMKOMUHÚSIР
Búnaðarsögusafn Eyjafjarðar stillir upp gömlum fallegum dráttarvélum og farinn verður hringur á glæsikerrunum á grasflötinni.

Kl. 14-18 KAKTUS (RÝMIÐ/gömlu Dynheimar) 
Kaktus er hópur listafólks sem skapar fjölbreytta list.
Kl. 14 Listakonan Fjóla Kr. Hólm opnar sýninguna Yoga á Töfralofti.
Kl. 15 Listakonan Jónína Björg Helgadóttir opnar myndlistarsýningu í Hvíta Kassa.
Kl. 15 Vinnustofur og gallerí opnar.
Kl. 16 Bíósýningar á Pallinum.
Kl. 18 Fljúgandi matarboð í Svarta Kassa

Kl. 11-22  LIFANDI  LISTAGIL 

Kl. 11-12 Fjölskylduleiðsögn á Listasafninu á Akureyri – Ketilhús 
Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá Samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Sumar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Kl. 11-20.30 
Myndlistarfélagið mundar penslana
Kl. 13-15
DJ Vél-Arnar spilar vel valda tónlist
Kl. 14-18 
Kollgáta arkitektastofa. Listamaðurinn Gunnar Kr. opnar sýninguna Hvískur stráanna. Verkin eru unnin úr stráum á handgerðan katalónskan og nepalskan vatnslitapappír. Úr sólarljósi vinna plöntur orku með ljóstillífun auk þess að framleiða súrefni og eru því grundvöllur alls lífs. Í smiðju listamannsins sem leikur að stráum sprettur nærandi gróður sem einnig er hlaðinn lífmagni. Í kunnuglegum framandleika sínum og reglufastri óreiðu dælir hann súrefni til okkar hinna – sem drögum andann léttar. Sýningin er einnig opin sunnudag kl. 14-17.
Kl.12  Deiglan?
Kl. 14-16 
Grillvagninn við Bautann verður í grillstuði og gefur smakk frá Norðlenska.
Kl. 14-16
#Fjúgandi Gjörningahópurinn RÖSK verður á flugi – viltu prófa?
Kl. 15-17 
Trúbadorinn Einar Höllu trúbador spilar allt á milli himins og jarðar
Kl. 17-19
Tilraunastarfsemi á stóra sviðinu í Listagilinu
Kl. 19-20.30
DJ Leibbi dustar rykið af gömlu góðu vínylplötunum

Kl. 13-16 MENNINGARHÚSIÐ HOF 
VÍSINDASETUR
Hvernig er heimur hitaútgeislunar og hvernig er hægt að greina hitastig út frá innrauða litrófinu? Prófaðu hitamyndavél og tékkaðu á hitastiginu hjá þér – er t.d. höndin heitari en bakið? Hvert er leyndamál bergsins og hvernig lesum við úr steinum og jörðu? Nýsköpunarkeppni grunnskólanna kynnt og hvernig notum við rafmagn til að kveikja á ljósaperu? Lærðu að smíða rásir til að flytja orku rafmagnsins. Það verða sprengigaldrar og froðutöfrar óða efnafræðingsins Sean Scully í Hamraborg þar sem hann mun fara hamförum ásamt sérlegum aðstoðarmanni. Það verður iðandi slímgerð fyrir alla krakka og slímsnillingurinn Isabella slimes mætir á staðinn og það verða þrautir fyrir flinka krakka. Hvernig skyldu lagnir og strengir í venjulegri íbúðagötu líta út, hvaða hlutverki gegnir þetta og hvernig vitum við hvar þær liggja í jörðu?  Óendanlegir möguleikar Fab lab sem mætir með prentara sem þú átt pottþétt ekki heima hjá þér! Hátalari sem gefur frá sér hljóð í vatni og Lucid Dreams piltarnir teygja og tvista takta. Hvað veist þú um íslenska refinn og Melrakkasetur Íslands og er og svo er það stóra spurning Var eða verður líf á Mars? Já er virkilega hægt að rækta þar kartöflur? Þetta og svo margt fleira úr heimi vísindanna sem þú verður að sjá og prófa á Vísindasetri.

Í Vísindasetrinu taka þátt verkfræðistofan EFLA, Raftákn, Háskólinn á Akureyri, Menningarhúsið Hof, Norðurorka, Eimur, Vistorka, Fab lab Akureyri, Nýsköpunarmiðstöð, Melrakkasetur Íslands, Lucid Dreams og Frumkvöðlasetur.
VERKFRÆÐISTOFAN EFLA, RAFTÁKN OG HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ERU AÐALSTYRKTARAÐILAR VÍSINDASETURSINS.  

kl. 13-16 RÓSENBORG 
FJÖLSKYLDUDAGUR MYNDLISTARFÉLAGSINS OG LISTASALURINN BRAGI 
Allir í fjölskyldunni koma saman og vinna að myndlist. Í boði verða þrjár stöðvar með ólíkum verkefnum og verða leiðbeinendur á staðnum til aðstoðar.
Í listasalurinn Braga eru tvær sýningar ljósmyndararans Sigríðar Ellu Frímannsdóttur en hún hefur ekki síst lagt áherslu á að ljósmynda fólk viðfangsefni hennar verið margbreytileg s.s. tónlistarfólk, fólk með Downs heilkenni og Baldvin, félag fólks með Alopecia. Sýningarnar sem um ræðir eru JÓHANNSSON Portrett af fjórum bræðrum, fæddum á Langanesi á árunum 1948 til 1959. Þrír bræðranna hafa verið sjómenn nær allt sitt líf. Einn þeirra er bóndi og HEIMA Verk í vinnslu. Ljósmyndir frá Akureyri. Hún hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín og sýnt þau bæði hér heima og erlendis. Sigga Ella hefur gefið út tvær bækur, Bloodgroup (2014) og Fyrst og fremst er ég (2016).

Kl. 14.00 TOGARABRYGGJAN (ÚA)  
Kaldbaki EA 1 nýjum togara Útgerðafélags Akureyringa Kaldbaki EA 1 verður formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn. Samherji  býður upp á veitingar í húsnæði Útgerðarfélagsins eftir athöfnina. Allir velkomnir

Kl. 15 SAMKOMUHÚSIР
GAMANÓPERAN PIPARJÚNKAN OG ÞJÓFURINN  
Stórskemmtileg gamanópera í einum þætti eftir tónskáldið Gian Carlo Menotti. Verkið fjallar um slúður og leyndarmál í litlum hljóðlátum bæ. Hin miðaldra piparjúnka, Miss Todd, eyðir flestum dögum sínum í það að prjóna og slúðra með annarri piparjúnku, Miss Pinkerton. Einn daginn snýst heimur þeirra á hvolf þegar að flakkari knýr dyra hjá Miss Todd. Hún og þerna hennar, Laetitia, verða báðar bálskotnar í myndarlega förumanninum og vilja endilega veita honum húsaskjól, jafnvel þó þær komist svo að því að hann gæti mögulega verið strokufangi. En þær grunar aldrei hversu langt þær væru til í að ganga fyrir smá tilbreytingu í smábæjarlífið.
Sýningin er sungin á ensku en textavél verður á sviðinu með íslenskum texta. Sýningin er um klukkustund að lengd.
SÓKNARÁÆTLUN NORÐURLANDS EYSTRA OG AKUREYRARSTOFA STYRKJA ÞENNAN VIÐBURÐ.

KL 17 MINJASAFNSKIRKJAN   
LAGA- OG LJÓÐADAGSKRÁ Á VERKUM LISTAKONUNNAR Í FJÖRUNNI  
Lög og ljóð Elísabetar Geirmundsdóttur flutt í tali og tónum. Tónlistina flytja Harpa Björk Birgisdóttir, Helga Kvam, Kristjana Arngrímsdóttir, Þórhildur Örvarsdóttir og upplesarar eru Anna Sonja Ágústsdóttir,Bergþóra Aradóttir,Elísabet Ásgrímsdóttir,Embla Björk Jónsdóttir,Guðrún Ásta Þrastardóttir og Hafdís Eygló Jónsdóttir.
SÓKNARÁÆTLUN NORÐURLANDS EYSTRA OG AKUREYRARSTOFA STYRKJA ÞENNAN VIÐBURÐ.

Kl.  21-22.30  STÓRTÓNLEIKAR  Í  LISTAGILINU  

HLJÓMSVEITIN VAÐLAHEIÐIN TEKUR Á MÓTI FRÁBÆRU LISTAFÓLKI.  
TÓNLEIKARNIR VERÐA SENDIR ÚR Á RÁS 2 
Hljómsveitin Vaðlaheiðin sem sett er saman sérstaklega fyrir Akureyrarvöku verður gestgjafi á sviði. Vaðlaheiðin er skipuð einvala liði en þetta eru þeir Valur Freyr Halldórsson, Summi Hvanndal, Kristján Edelstein, Arnar Tryggvason, og Valmar Valjaots.  Gestir á sviði eru landsmönnum vel kunnugir enda ekki aukvisar.  Þetta eru Andrea Gylfadóttir, Pálmi Gunnarsson, Valdimar, KÁ -AKÁ og júrovisjónstjarnan Jóhanna Guðrún.
Tónleikarnir eru unnir í samvinnu við Exton.
LANDSBANKINN OG EIMSKIP ERU AÐALSTYRKTARAÐILAR TÓNLEIKANNA 

Kl. 21.30-23 FRIÐARVAKA Í KIRKJUTRÖPPUNU Á AKUREYRI 
Friðarvakan hefur fest sig í sessi enda einstaklega fallegur viðburður þar sem safnað er fyrir góðu málefni ár hvert. Í ár er það Slysavarnadeildin á Akureyri sem selur kertin og verður safnað fyrir hjartastuðtækjum sem komið verður fyrir á fjölförnum stöðum í bænum.

*Kl. 23 GRÆNI HATTURINN 
Tónleikar með hljómsveitinni Baggalút.
Aðgangseyrir 

Kl. 23 POLLURINN 
Miðnætursigling með Húna II um Pollinn. Félagar úr Karlakór Akureyrar-Geysi flytja huggulega tónlist.

VG

UMMÆLI

Sambíó