Dagrún Matthíasdóttir er bæjarlistamaður Akureyrar 2021Mynd: Akureyri.is

Dagrún Matthíasdóttir er bæjarlistamaður Akureyrar 2021

Dagrún Matthíasdóttir var valin bæjarlistamaður Akureyrarbæjar árið 2021 á Vorkomu Akureyrarstofu í dag. Tilkynningu frá Akureyrarbæ má lesa hér að neðan:

Vegna samkomubanns var Vorkoman send út á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og hægt er að skoða upptökuna hér að neðan.

Dagrún er fædd árið 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992, stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 2003-2006, og háskólanám við HA 2006-2010. Þá hefur hún sótt námskeið í myndlist og verið í vinnudvöl víða, meðal annars í Flórens á Ítalíu. Einnig hefur hún sinnt kennslu í myndlist í þónokkur ár, þar sem hún hefur meðal annars kennt grunnskólabörnum að gera bæði dúkristur og einþrykk með góðum árangri.

Heiðursviðurkenningar hlutu Ásta Sigurðardóttir menningar- og félagsmálafrömuður, Helgi Vilberg Helgason skólastjóri Myndlistarskólans á Akureyri og Kristján Pétur Sigurðsson listamaður.

Viðurkenningu Húsverndarsjóðs hlutu eigendur hússins að Lækjargötu 4, bræðurnir Hallbjörn og Hjalti Karlssynir og fjölskyldur þeirra.

Byggingarlistaverðlaun voru veitt fyrir hús Votta Jehóva við Sjafnarstíg sem finnski arkitektinn Risto Karjalainen hannaði.

Loks voru Snorra Björnssyni kennara við VMA og sjónvarpsstöðinni N4 veittar jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar. Hvatningarverðlaun jafnréttismála hlaut hlaðvarpsþátturinn Bannað að dæma í umsjón Heiðdísar Austfjörð og Halldórs Kristins Harðarsonar.

Vorkoma Akureyrarstofu 2021 á Youtube HÉR 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó