Dagforeldrum á Akureyri verður fjölgað

1467379586-fors2016-gilidEins og Kaffið greindi frá um daginn gekk undirskriftarlisti þar sem skorað var á yfirvöld bæjarins að fjölgja leikskólaplássum í bænum. Staðan er orðin það slæm í bænum að skortur á dagvistun leynist víða, fullt er hjá dagforeldrum  og biðlistar þar mjög langir, t.d. börn fædd í apríl 2015 eiga ekki von á leikskólaplássi fyrr en í ágúst 2017.

Vikudagur greindi frá því í dag að Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs á Akureyri, segir lausnina við þessu leynast í því að fjölga dagforeldrum í bænum. Staðan sem upp er komin í dagvistunarúrræðum sé mjög óheppileg fyrir suma foreldra og því stefni þau á þessa fjölgun fljótlega.

VG

UMMÆLI

Sambíó