NTC

Dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri

Dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri

Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í tólf ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag fyrir að verða sambýliskonu sinni og barnsmóður að bana.

Atvikið átti sér stað á heimili þeirra við Kjarnagötu á Akureyri þann 22. apríl síðastliðinn. Maðurinn var ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt brot í nánu sambandi vegna ofbeldis sem hann beitti konuna í aðdraganda andláts hennar. Einnig var hann ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa beitt konuna ofbeldi í febrúarmánuði síðastliðnum.

Vísir greindi fyrst frá en saksóknari í málinu hefur einnig staðfest upplýsingarnar við mbl.is. Gert er ráð fyrir að dómurinn verði birtur á heimasíðu Héraðsdóms á morgun að lokinni nafnahreinsun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó