NTC

Dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir líkamsárás á Akureyri í fyrra

Dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir líkamsárás á Akureyri í fyrra

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri í fyrra. Árásin fór fram fyrir utan Græna Hattinn aðfaranótt 15. nóvember 2023, en dómur féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 16. október síðastliðinn.

Manninum var gefið að sök að hafa skallað annan í andlitið „með þeim afleiðingum að hann fékk blóðnasir, fékk hnykk á hálsinn og eymsli í tanngarði.“ Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og þótti ekki ástæða til að efast um sannleiksgildi játunar hans. Ekki var tekið tillir til sakaferils mannsins við ákvörðun refsingar, en heimildir RÚV herma að maðurinn sé til rannsóknar fyrir fleiri ofbeldisbrot.

RÚV greindi fyrst frá.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó