NTC

Dæmdur í 30 daga fangelsi eftir ölvunarakstur og gáleysi

Rúmlega tvítugur karlmaður var í síðustu viku dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til 850 þúsund króna sektargreiðslu í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Karlmaðurinn var dæmdur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, ölvun við akstur, vörslu fíkniefna og ítrekaðan fíkniefnaakstur. Hann var einnig sviptur ökuréttindum til sex ára.

Aðfaranótt sunnudagsins 9. apríl á síðasta ári ók maðurinn um Akureyri með tvo vini sína sitjandi á húddi sem var dregið eftir bílnum. Maðurinn ók of hratt og húddið rakst í kantstein og vinirnir köstuðust af. Þeir hlutu nokkur meiðsli, annar þeirra rifbeinsbrotnaði og hinn handleggsbrotnaði á vinstri upphandlegg.

Maðurinn var undir áhrifum bæði áfengis og kannabisefna.

Sambíó

UMMÆLI