Akureyringurinn Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum en hann tekur nú við sem framkvæmdastjóri hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf. Viska Digital Assets vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni.
Við starfslok Daða kemur Arnar Geir Sæmundsson yfir í teymi markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum eftir farsælan feril í teymi fyrirtækjaráðgjafar Fossa, að því er segir í tilkynningu.
UMMÆLI