Framsókn

Covid-19 sjúklingur í öndunarvél á Akureyri

Covid-19 sjúklingur í öndunarvél á Akureyri

Í dag er staðan á Sjúkrahúsinu á Akureyri þannig að tólf eru inniliggjandi, þar af eru tveir á gjörgæsludeild, annar þeirra í öndunarvél. Sjúkrahúsið er nú á hættustigi.

Fram kemur á heimasíðu SAk að mikill fjöldi starfsmanna sé fjarverandi vegna Covid-19 og því þurfi takmarkanir göngudeildarþjónustu og valaðgerða að halda áfram. Slíkt sé gert til þess að tryggja mönnun bráðaþjónustu sjúkrahússins. „Engar breytingar eru því að svo stöddu t.d. varðandi takmarkanir á heimsóknum, grímunotkun, notkun á hlífðarfatnaði, þjónustu í mötuneyti eða þrif á milli sjúklinga,“ segir á heimasíðunni.

Þá er einnig lögð áhersla á að fundir fari áfram fram á fjarfundaformi þegar hægt er og þeir sem þurfi almenna læknisþjónustu leiti til heilsugæslu eða Heilsuveru í stað þess að koma á bráðamóttökuna. Hætta er á því að ef einstaklingur með almenn veikindi sæki bráðamóttökuna í stað heilsugæslu, muni hún ekki ná að sinna hlutverki sínu.

Minnt er á bakvarðalistann og beðið þá sem hafa tök á að skrá sig á hann með því að senda póst á erlab@sak.is

VG

UMMÆLI

Sambíó