Corina Labitzke og Chris Wolffensperger taka við stöðu yfirlæknis svæfinga- og gjörgæslulækninga

Corina Labitzke og Chris Wolffensperger taka við stöðu yfirlæknis svæfinga- og gjörgæslulækninga

Corina Labitzke og Chris Wolffensperger hafa í sameiningu tekið við af Oddi Ólafssyni í stöðu yfirlæknis svæfinga- og gjörgæslulækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Corina og Chris eru Sjúkrahúsinu á Akureyri vel kunn enda hafa þau starfað þar síðustu ár, Corina síðan 2018 og Chris síðan 2015. Þau munu vinna sem teymi og veita svæfinga- og gjörgæslulækningum forstöðu í samvinnu við deildarstjóra gjörgæsludeildar og deildarstjóra svæfingadeildar sem og annað starfsfólk.

Fyrstu vikurnar í starfi munu Corina og Chris taka við keflinu af Oddi Ólafssyni fráfarandi forstöðulækni (yfirlækni) sem áfram mun starfa við deildina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó