„Þetta verður stórkostleg skemmtun,“ segir Magni Ásgeirsson talsmaður The Color Run á Akureyri en hlaupið vinsæla verður haldið í fyrsta sinn norðan heiða þann 8.júlí næstkomandi.
The Color Run sem oft hefur verið kallað hamingjusamasta hlaup í heimi var fyrst haldið í Phoenix, Arizona árið 2011 og hefur síðan þá breiðst út um allan heim. Hlaupið var haldið í fyrsta sinn á Íslandi árið 2015 og hefur síðan þá verið afar vinsælt.
„Okkur tókst að semja um að hafa allan búnaðinn sem fylgir hlaupinu lengur á landinu og vegna fjölda áskoranna frá Akureyringum og nærsveitungum var ákveðið að slá til! Bærinn og tómstundaráðið tóku okkur opnum örmum og er það trú mín að þetta verði skemmtilegasta og fjölmennasta hlaupið hingað til, miðað við höfðatölu,“ sagði Magni í samtali við Kaffið.is
UMMÆLI