NTC

Color Run búðin opnar á Glerártorgi

Áhrifavaldurinn Eva Ruza kíkti í búðina en Eva er á meðal kynna á Color Run á Akureyri í ár

Í dag opnar Color Run búðin í versluninni Sportver á Glerártorgi. Þátttakendur litahlaupsins sækja hlaupagögn sín í búðina auk þess sem hægt er að skoða og kaupa ýmsan Color Run varning til að gera hlaupið enn skemmtilegra. Þema hlaupsins í ár er ofurhetjur og er til að mynda hægt að kaupa skikkju og grímu í búðinni.

Miðaeigendur eru hvattir til að sækja hlaupagögn sín fyrr heldur en síðar og er opnunartími verslunarinnar frá 10.00 til 18.30 á fimmtudag og föstudag. Hlaupið fer síðan fram klukkan 16 á laugardaginn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó