Flestir Íslendingar þekkja bresku hljómsveitina Coldplay. Coldplay kom hingað til landsins árin 2001 og 2002 og lék fyrir fullri Laugardagshöll.
Ólíklegt þykir að sveitin komi aftur til landsins í bráð til tónleikahalds. Þess vegna ákváðu nokkrir þekkti íslenskir tónlistarmenn að taka sig saman og setja upp Coldplay dagskrá fyrir aðdáendur sveitarinnar hér á landi.
Í lok apríl verða tónleikar á Græna Hattinum á Akureyri þar sem helstu smellir Coldplay verða spilaðir. Tónleikarnir verða haldnir 28. apríl. Magni Ásgeirsson mun syngja og spila á kassagítar en með honum verða þeir Franz Gunnarsson á gítar, Birgir Kárason á bassa, Valdimar Kristjánsson á hljómborð og Helgi Birgir Sigurðarson á trommur.
UMMÆLI