NTC

Byssukúla úr seinni heimsstyrjöldinni fannst í Hlíðarfjalli

Byssukúla úr seinni heimsstyrjöldinni fannst í Hlíðarfjalli

Á dögunum fóru starfsmenn Sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar upp í Hlíðarfjall vegna fjölda sprengjubrota sem þar fundust. Vinna við gerð hlaðvarpsþátta sem segja sögu setuliðsmanna í fjallinu á hernámsárunum er nú á lokametrunum. Ýmsir merkilegir gripir hafa fundist í fjallinu í tengslum við þáttagerðina m.a. áðurnefnd sprengjubrot.

Sjá einnig: Dagskrárgerðarmaður gekk yfir sprengjusvæði í Hlíðarfjalli

Brynjar Karl Óttarsson höfundur þáttanna var í lokaleiðangri sínum í fjallinu áður en þættirnir fara í loftið þegar hann fann byssukúlu nálægt þeim stað þar sem sprengjubrotin fundust. Áður hafa á þriðja hundruð skothylki (patrónur) fundist við rætur fjallsins. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem byssukúla finnst. Hér er því um tímamótafund að ræða á æfingasvæði setuliðsmanna í Hlíðarfjalli í seinni heimsstyrjöldinni.

Fyrsti þáttur af Leyndardómum Hlíðarfjalls fer í loftið fimmtudaginn 27. ágúst.

Heimild: www.grenndargral.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó