Framsókn

Byron heimsótti framhaldsskóla á Norðurlandi og sló í gegn

Byron heimsótti framhaldsskóla á Norðurlandi og sló í gegn

Byron Nicholai er tvítugur piltur frá Alaska sem heimsótti framhalds- og háskóla á Norðurlandi  síðastliðina viku. Byron kemur frá suðvesturhluta Alaska og er öflugur talsmaður vegna þeirra erfiðleika og áskorana sem samfélag hans (frumbyggja hópurinn Yup’ik) og önnur Norðurslóða samfélög eru að glíma við. Hann er nú orðinn vel þekktur tónlistarmaður og dansari sem hefur m.a. komið fram í Hvíta húsinu, stórum tónlistarhátíðum og allskonar viðburðum.

Hans helsta sérstaða er blanda hans af Hipp-hippi og hefðbundinni Yup’ik tónlist. Byron á yfir 30.000 fylgjendur á bæði facebook og Instagram þar sem hann gengur undir notendanafninu “I sing you dance”. Byron er einnig stjarna myndarinnar “I Am Yup’ik,”.sem fjallar um körfuknattleiksmenn í litlu þorpi í Alaska sem ferðast á körfuboltamót langt í burtu frá heimaslóðum undir leiðsögn Byrons.

Það var fullsetið á fyrirlestrum Byrons.

Byron heimsótti í vikunni Verkmenntaskólann á Akureyri, Menntaskólann á Akureyri, Framhaldsskólann á Húsavík og Háskólann á Akureyri. Þar sýndi hann listir sínar í bæði söng og dansi undir frábærum móttökum viðstaddra nemenda. Eitt af þeim lögum sem hann flutti í var t.a.m. hip-hop útgáfa hans af gömlu stefi frá Alaska. Byron talaði m.a. um norðurslóðir og hlýnun jarðarinnar sem snerti íbúa Alaska mikið líkt og okkur Íslendinga. Hann líkti íslenskunni við hans tungumál Yup‘ik sem er einnig sjaldgæft og í hættu komið í nútímasamfélagi.

Í heimsóknum hans um Ísland hafa móttökurnar vera gríðarlega góðar og nemendur í skólunum þóttu erindi hans einstaklega áhugavert. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast betur með þessum unga og efnilega manni geta fylgst með honum á Facebook síðu hans hér.

Bandaríska sendiráðið aðstoðaði Byron við komu sína hingað og tóku stutt viðtal við hann þegar hann kom til landsins sem sjá má hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó