NTC

„Byrjaði eins og hvert annað kvöld“

„Byrjaði eins og hvert annað kvöld“

Lögreglan á Akureyri rannsakar nú hvort fjórum hafi verið byrluð ólyfjan á skemmtistöðum bæjarins undanfarnar tvær helgar. Ung kona sem var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús um helgina hvetur ungt fólk til að vera meira vakandi úti á lífinu. Þetta kemur fram á vef RÚV í umfjöllun um málið.

Sjá einnig: Grunur um að þremur hafi verið byrlað.

Ung kona sem fannst meðvitundarlaus inni á skemmtistað um seinustu helgi segir í samtali við RÚV að kvöldið hafi byrjað eins og fjölmörg önnur. „Þetta var nefnilega bara eins og hvert annað kvöld. Ég bara var að gera allt það sem ég geri alltaf og með sama fólkinu og ég er alltaf með. Þannig að þetta var allt eins, þangað til að þetta gerist,“ segir stúlkan. 

Alls er grunur um að þremur einstaklingum hafi verið byrluð ólyfjan síðastliðið laugardagskvöld. Hin málin tvö gerðust á sama skemmtistað og á svipuðum tíma, en þar var ungt par sem endaði á sjúkrahúsi. Þá gerðist svipað atvik helgina áður sem lögreglan er með í skoðun.

Móðir konunnar segir það hafa verið óhugnanlegt að sjá dóttur sína í þessu ástandi. „Þegar ég kem uppeftir, klukkutíma seinna þegar það er hringt í mig þá er hún ekki með meðvitund og þeir voru ekki búnir að ná einu sambandi við hana og við náum í rauninni ekki sambandi við hana fyrr en klukkan níu um morguninn. Þá náum við, hún er að byrja tala svona um hálf 10. Hún fær vökva, þrjá lítra og er bara ofboðslega sljó þegar hún vaknar. Mjög sljó þannig að þeim fannst bara mjög augljóst þeir sem taka á móti mér þarna um nóttina að henni hafi verið byrlað,“ segir móðirin í samtali við RÚV.

Unga konan hvetur fólk til að vera meira vakandi á skemmtistöðum. „Það þarf einhvern veginn að fylgjast betur með og ég var ekki að fylgjast nógu vel með þetta kvöld af því að maður er einhvern veginn alltaf að hugsa. „Þetta gerst ekkert við mig“. Þannig að maður þarf bara að vera meira vakand.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó