A! Gjörningahátíð

Búið að útskrifa alla nema einn af sjúkrahúsi eftir rútuslysið

Búið að útskrifa alla nema einn af sjúkrahúsi eftir rútuslysið

Búið er að út­skrifa alla nema einn af sjúkra­húsi eft­ir rútu­slysið skammt frá Blönduósi á föstu­dag­inn en rúta með 24 starfsmenn Akureyrarbæjar inn­an­borðs valt á veg­in­um. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

All­ir farþeg­arn­ir ásamt öku­manni voru flutt­ir á sjúkra­hús, sjö á Land­spít­al­ann í Reykja­vík og aðrir á sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri. Farþeg­arn­ir voru all­ir starfs­menn á bú­setu­kjörn­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar en þeir voru á leið heim eft­ir nám­skeið og ráðstefnu í Portúgal.

„Það er einn ennþá á Land­spít­al­an­um í Reykja­vík og verður þar ein­hverja daga til viðbót­ar en aðrir eru komn­ir heim,“ seg­ir Karólína Gunn­ars­dótt­ir, þjón­ust­u­stjóri á vel­ferðarsviði Ak­ur­eyr­ar, í sam­tali við mbl.is.

Nánari umfjöllun má finna á vef mbl.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó