Búið er að útskrifa alla nema einn af sjúkrahúsi eftir rútuslysið skammt frá Blönduósi á föstudaginn en rúta með 24 starfsmenn Akureyrarbæjar innanborðs valt á veginum. Þetta kemur fram á vef mbl.is.
Allir farþegarnir ásamt ökumanni voru fluttir á sjúkrahús, sjö á Landspítalann í Reykjavík og aðrir á sjúkrahúsið á Akureyri. Farþegarnir voru allir starfsmenn á búsetukjörnum Akureyrarbæjar en þeir voru á leið heim eftir námskeið og ráðstefnu í Portúgal.
„Það er einn ennþá á Landspítalanum í Reykjavík og verður þar einhverja daga til viðbótar en aðrir eru komnir heim,“ segir Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrar, í samtali við mbl.is.
UMMÆLI