Búið að malbika framan við Mótorhjólasafnið

Bílaplanið er nú malbikað og tilbúið að taka á móti gestum. Mynd: Mótorhjólasafn Íslands.

Loksins kom að því að bílastæðið framan við Mótorhjólasafnið var malbikað. Tían Bifhjólaklúbbur, forsvarsmenn safnsins, segja þetta stórbæta alla aðkomu að safninu og nú þurfi gestir ekki lengur að klöngrast eftir mölinni.

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkti safnið til verksins síðastliðið vor en það voru verktakar sem unnu verkið, GV gröfur sáu um alla undirbúningsvinnu, Norðurbik útvegaði malbikið og KM malbikun keyrði og lagði malbikið. Klúbburinn færir þessum verktökum bestu þakkir fyrir verkið og segja þá eiga hrós skilið fyrir vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum á vefsíðu þeirra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó