Gular viðvaranir hafa verið gefnar út á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi auk Miðhálendisins í dag. Veðurstofan spái þrettán til 23 metrum á sekúndu með morgninum og hvassast verður norðan til á landinu þar sem má búast við að vindur mælist í stormstyrk. Fólk er hvatt til þess að tryggja lausamuni utandyra.
Hætt er við staðbundnum vindhviðum á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi sem geta náð 30 til 35 metrum á sekúndu. Á Miðhálendinu geta hviður farið í allt að 40 metra á sekúndu.
Þegar líður á daginn dregur úr rigningu á landinu og léttir til fyrir austan. Hiti verður á bilinu tíu til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
UMMÆLI