Búa til heimildaþætti um bjór á Íslandi

Hjörvar Óli vinnur sem barþjónn og bjórsérfræðingur á barnum R5 við Ráðhústorg á Akureyri.

Fluga hugmyndahús og Hjörvar Óli, bjórnörd, ætla í samstarfi að framleiða þættina Öl-æði! Fluga hugmyndahús er framleiðslufyrirtæki sem starfar á landsvísu en hefur aðsetur á Akureyri og hefur unnið að fjölda heimildamynda og þátta og kynninga- og markaðsefni. Hjörvar Óli býr yfir gríðarlegri þekkingu og áhuga um bjór og bjórgerð og leitast við að fjalla um bjór á aðgengilegan og skemmtilegan hátt í þáttunum, sem svalar fróðleiksþorsta allra, nörda jafnt sem nýgræðinga.

Nú stendur yfir söfnun inni á Karólinafund til þess að þættirnir geti orðið að veruleika en þeir koma til með að vera jafnt fræðandi og skemmtilegir. Hægt er að lesa nánari um verkefnið og styrkja það með því að ýta hér. 

Fjallað verður um sögu bjórs á Íslandi og öll brugghús landsins heimsótt. Mikil gróska hefur orðið í bruggheiminum á Íslandi síðustu ár, en yfir 25 brugghús eru nú starfrækt hér á landi en voru aðeins 2 fyrir rétt rúmum áratug síðan. Hjörvar Óli bjórnörd mun leiða þættina, og heimsækja öll brugghús landsins og svipta hulunni af bjórnum sem við sjáum í hillum vínbúða og á krönum ölhúsa. Með smitandi áhuga fjallar hann um hvað einkennir mismunandi tegundir bjórs , og hvaðan bruggmeistarar landsins sækja innblástur sinn.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó