BSO áfram á sínum stað til næsta sumars

BSO áfram á sínum stað til næsta sumars

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita framlengingu á stöðuleyfi BSO til 31. maí 2023. Fyrirhugað var að húsið yrði fjarlægt 1. apríl á þessu ári vegna uppbyggingar á svæðinu.

Í vor var BSO veittur frestur til 1. október til þess að fjarlæga stöðina og nú hefur sá frestur verið framlengdur út maí á næsta ári.

Eldri frétt: Niðurrif BSO frestað fram á haust

Sambíó
Sambíó