Gæludýr.is

Brynjar Karlsson nýr forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs HAMynd: unak.is

Brynjar Karlsson nýr forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs HA

Gengið hefur verið frá ráðningu dr. Brynjars Karlssonar sem forseta Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Tekur við starfi sviðsforseta af Kristjáni Þór Magnússyni á næstu vikum en þangað til mun Kristján, settur sviðsforseti, gegna stöðunni. Þetta kemur fram á vef Háskólans.

Brynjar lauk doktorsnámi í eðlisfræði árið 1996 frá Université de Francois Rabelais í Frakklandi. Hann hefur þekkingu og reynslu af íslensku og alþjóðlegu háskóla- og rannsóknarstarfi og tengjast rannsóknaráherslur hans vettvangi þeirra fræða sem kennd eru á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði. Þá hefur hann auk þess gegnt ýmsum stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins.

„Ég hef lengi fylgst með úr fjarlægð hvernig Háskólinn á Akureyri hefur öðlast sívaxandi gildi fyrir nærumhverfið og landið allt. Það er því spennandi tækifæri fyrir mig að fá að leggjast á árarnar með því öfluga fólki sem hefur byggt skólann upp í þá merkilegu mennta- og fræðastofnun sem hann er í dag. Ég hlakka mikið til að kynnast starfsfólki og stúdentum Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs og til að vinna með þeim að því að finna og nýta tækifærin til enn frekari sóknar í því frábæra starfi sem þar er unnið,“ segir Brynjar við vef Háskólans á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI