Akureyringurinn Brynjar Ingi Bjarnason, knattspyrnumaður KA, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við ítalska félagið Lecce samkvæmt heimildum Akureyri.net. Félögin hafa náð samkomulagi og tilkynnt verður um félagaskiptin síðar í dag.
Lecce hafnaði í fjórða sæti ítölsku B-deildarinnar á liðnu tímabili en liðið féll úr efstu deild á síðasta ári. Skapti Hallgrímsson á Akureyri.net greinir frá því að KA hafi einnig samþykkt tilboð í Brynjar frá sænska félaginu Malmö en Brynjari hafi svo ekki boðið Brynjar samning.
Brynjar hefur verið frábær með KA í Pepsi Max deild karla í sumar og verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Brynjar fékk sitt fyrsta tækifæri með landsliði Íslands á dögunum og stóð sig frábærlega. Hann skoraði meðal annars sitt fyrsta landsliðsmark í jafntefli gegn Póllandi.
UMMÆLI