Brynjar Ingi kynntur til leiks hjá Lecce: „Fyrstu dagarnir hér hafa verið mjög góðir“

Brynjar Ingi kynntur til leiks hjá Lecce: „Fyrstu dagarnir hér hafa verið mjög góðir“

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er mættur til Ítalíu en hann gekk til liðs við ítalska knattspyrnufélagsins Lecce frá KA á dögunum. Brynjar kom fram á blaðamannafundi í morgun og sagðist vera ánægður með vera kominn til Ítalíu.

„Fyrir mig, að koma til Ítalíu, er frábært sem varnarsinnaður leikmmaður. Það er enginn betri staður fyrir mig að vaxa sem varnarmaður. Ítalskur fótbolti er mjög stór á Íslandi. Þegar ég heyrði af áhuga frá Ítalíu varð ég að sjálfsögðu mjög spenntur,“ segir Brynjar.

Sjá einnig: Stórglæsilegt fyrsta landsliðsmark Brynjars Inga

„Fyrstu dagarnir mínir hér hafa verið mjög góðir. Allir hafa verið mjög hjálpsamir og hjálpað mér að aðlagast ítalska umhverfinu. Það hefur verið mjög auðvelt að koma inn í hópinn og vera ég sjálfur þannig ég hef getað einbeitt mér að fótboltanum,“ segir Brynjar en blaðamannafundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan

Sambíó

UMMÆLI