Brynjar Ingi í landsliðshópnum – Aron Einar ekki með

Brynjar Ingi í landsliðshópnum – Aron Einar ekki með

Landsliðshópur Íslands í knattspyrnu karla fyrir komandi landsleiki var kynntur í dag. Akureyringurinn Brynjar Ingi Bjarnason er í hópnum líkt og Birkir Bjarnason. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er ekki í hópnum.

Sjá einnig: Aron Einar með Covid-19

Brynjar Ingi lék fyrstu þrjá landsleiki sína fyrr á árinu. Hann stóð sig frábærlega og skoraði meðal annars stórglæsilegt mark gegn Póllandi. Í kjölfarið gekk hann til liðs við knattspyrnufélagsins Lecce á Ítalíu.

Sjá einnig: Stórglæsilegt fyrsta landsliðsmark Brynjars Inga

Birkir Bjarnason er á sínum stað í hópnum en hann hefur spilað 98 landsleiki fyrir Íslands hönd og gæti því náð sínum hundraðasta landsleik á næstu dögum.

Ísland á þrjá heimaleiki í september gegn Norður-Makedóníu, Rúmeníu og Þýskalandi. Leikirnir verða 2., 5. og 8. september en um er að ræða leiki í undankeppni HM.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó