NTC

Brynhildur nýr stjórnarformaður Góðvina

Brynhildur Pétursdóttir

Á aukafundi Góðvina föstudaginn 2. desember síðastliðinn var kosinn nýr stjórnarformaður í stað Njáls Trausta Friðbertssonar sem sagði stjórnarsæti sínu lausu vegna anna. Ennfremur lét Óskar Þór Vilhjálmsson af störfum í varastjórn. Í stað Njáls kemur Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi alþingiskona og meistaranemi við HA og Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor HA og starfsmaður Rannís tók sæti Óskars í varastjórn.

Starfsemi Góðvina mun fara á flug á afmælisári háskólans enda var ákveðið að blása til alumni deildar að erlendri fyrirmynd þar sem fyrrverandi nemendur standa vörð um hagsmuni háskólans og sjá um skipulagningu endurfunda fyrrverandi nemanda.

Stjórn og varastjórn Góðvina

Brynhildur Pétursdóttir, Eyrún Elva Marinósdóttir, Elva Gunnlaugsdóttir, Agnes Eyfjörð, Helga Margrét Mason Jóhannesdóttir, Katrín Árnadóttir, Aníta Einarsdóttir, Kristjana Hákonardóttir, Guðrún Þóra Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Árni V. Friðrisson

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó