Íþróttabandalag Akureyrar verðlaunaði fyrr í kvöld íþróttafólk Akureyrar fyrir árið 2016. Sundkonan Bryndís Rún Hansen var valin íþróttakona Akureyrar og kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson íþróttamaður Akureyrar.
Bæði afrekuðu þau margt í sínum greinum á árinu en hæst ber að nefna árangur beggja á heimsmeistaramótum. Bryndís bætti 5 Íslandsmet á 5 dögum á HM í 25 metra laug í Kanada í byrjun desember. Tvö þeirra setti hún ein en hin þrjú með boðsundssveit Íslands. Hún komst einnig í topp 16 undanrásir í 50m flugsundi á mótinu. Bryndís býr á Hawaii þar sem hún er í háskóla og stundar stífar æfingar.
Viktor varð í 6.sæti á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem haldið var í Orlando í Bandaríkjunum en hann er í 7.sæti á heimslista í -120kg flokki. Hann hefur einnig slegið fjöldamörg Íslandsmet og vann til verðlauna á HM u23 og EM u23 í kraftlyftingum.
Sjá einnig:
UMMÆLI