Bryndís Rún Hansen og Baldur Logi Gautason voru valin sundkona og sundkarl Óðins á árlegri uppskeruhátíð félagsins á dögunum.
Árið 2019 var gott ár hjá sundfélaginu Óðni. Iðkendur voru um 260 talsins og tóku þau þátt í 12 sundmótum á síðastliðnu ári, ásamt því að nokkrir afreksmenn félagsins náðu afar góðum árangri hér á landi og erlendis, meðal annars í verkefnum með íslenska landsliðinu.
Á uppskeruhátíð Óðins voru eftirfarandi viðurkenningar veittar:
- Framtíðarhópur – Ástundun: Magni Rafn Ragnarsson
- Framtíðarhópur – Framfarir í sundtækni: Rakel Hjaltadóttir
- Úrvalshópur – Ástundun: Elín Rósa Ragnarsdóttir
- Úrvalshópur – Framfarir í sundtækni: Sandra Fannarsdóttir
- Krókódílahópur – Framfarir í sundtækni: Soffía Margrét Bragadóttir
- Krókódílahópur – Stigahæsta sund – konur: Kristín Emma Jakobsdóttir
- Krókódílahópur – Stigahæsta sund – karlar: Bergur Unnar Unnsteinsson
Afreksviðurkenningar
- Mesta bæting kvenna – Embla Karen Sævarsdóttir
- Mesta bæting karla – Örn Kató Arnarsson
- Fyrirmyndar sundmaður – Katrín Magnea Finnsdóttir
- Sundkona Óðins – Bryndís Rún Hansen
- Sundkarl Óðins – Baldur Logi Gautason
UMMÆLI