Bryndís Rún Hansen synti 100 metra skriðsund á 56,11 sekúndum á heimsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug í Búdapest í Ungverjalandi í morgun.
Hún var skráð með 37. besta tímann og endar í 30.sæti af 79 keppendum. Hennar besti tími í 100 metra sundi er 55,98
sekúndur, sem hún náði á Smáþjóðaleikunum 2015. Til þess að komast í undanúrslit í greininni hefði hún þurft að vera undir tímanum 54,49 sekúndur.
UMMÆLI