NTC

Brúni molinn tekinn úr Mackintosh – Jólin ónýt?

Toffee deluxe 1919 til 2016

Toffee deluxe 1919 til 2016

Ansi sláandi fréttir bárust í vikunni frá Bretlandseyjum en þá tilkynnti Nestlé að Toffee Deluxe væri ekki lengur í framtíðarplönum fyrirtækisins og myndi hverfa á braut.

Margir kannast hugsanlega betur við Toffee Deluxe sem brúna molann en hann hefur verið afar vinsæll meðal íslenskra sælkera undanfarin ár. Raunar svo vinsæll að hann hreppti fjórða sæti í vali á bestu Mackintosh-molunum í úttekt Fréttablaðsins árið 2014.

Samkvæmt fréttum frá Bretlandi ku ástæða þessa brottrekstar vera sú að of margir karamellumolar væru í Mackintosh fjöl­skyld­unni. Þetta er þó ekki eina breytingin sem við munum sjá fyrir þessi jól heldur ákváðu Nestlé menn að bæta við gylltum mola í stað þess brúna. Sá mun innihalda stökkt hunang í miðjunni.

Margir aðdáendur molans eru æfir vegna frétta af málinu og hafa látið í sér heyra á Twitter undir myllumerkinu #ToffeeDeluxe. Við tókum saman nokkur góð tvít:

[tweet id=“https://twitter.com/monicabell/status/779615990590169088″ align=“left“]

[tweet id=“https://twitter.com/PhandomHoover/status/779758116502138881″ align=“left“]

[tweet id=“https://twitter.com/TobyonTeamspeak/status/779402623397007361″ align=“left“]

[tweet id=“https://twitter.com/emmahawkesxXx/status/779371564093546497″ align=“left“]

 

VG

UMMÆLI

Sambíó