Brunahanar illa staðsettir á Akureyri

Þessi brunhani hefur gott aðgengi, snýr rétt og ekkert honum til fyrirstöðu.

Stórbruninn í Goðanesi 12 í síðustu viku hefur eflaust ekki farið framhjá neinum Akureyring. Þá höfðu slökkviliðsmenn orð á því að brunahaninn hafi ekki verið nægilega vel staðsettur til þess að fullt flæði næðist frá brunaslöngunni, en það hafi þó hafist. Í viðtalið við fréttastofu RÚV segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, að þetta hafi þó ekki komið að sök við slökkviaðgerðir í Goðanesinu.

Víða um Akureyri má þó sjá dæmi um að brunahanar snúi upp að húsum, séu of nálægt húsum og þar fram eftir götum. Þetta getur gert slökkivliðinu mjög erfitt fyrir og liggur það í augum uppi að þetta mætti auðveldlega laga með því að bæta aðgengi að brunahönum bæjarins.
Ólafur segir í samtali við RÚV að Norðurorka sjái um allt vatnsveitukerfi í bænum og það sé þeirra verk að taka út brunahana í bænum, en þó sé það að borgaraleg skylda hvers og eins íbúa að tilkynna það ef brunahani nálægt þeim sé illa staðsettur eða aðgengi lélegt.

Það er því vert að minna alla á að skoða brunhanana í sínu nærumhverfi og athuga hvort að aðgengi sé í lagi. Það er ákjósanlegra að gera viðeigandi ráðstafanir fyrr en seinna, ef það skyldi kvikna í einhvern tímann nálægt þér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó