Sama dag og opnað var fyrir vélsleðaumferð um skíðasvæði Hlíðarfjalls voru reglur um verndun lindasvæða innan vatnsverndarsvæðis brotnar. Í tilkynningu frá Landsambandi íslenskra vélsleðamanna segir að það sé mjög miður og varpi ljótum skugga á annars gott samstarf við Norðurorku.
Norðurorka gefur Hlíðarfjalli og vélsleðamönnum undanþágu fyrir umferð um vatnsverndarsvæði í fjallinu en ætlast til þess að lindarsvæði séu ósnert.
Á meðfylgjandi mynd má sjá merkt með rauðu leiðina sem vélsleðamenn óku yfir lindasvæðið. Sú leið sem á að fara er merkt með grænu.
UMMÆLI