Breytingar á skólaári MA verða frá og með næsta hausti

Breytingar á skólaári MA verða frá og með næsta hausti

Nú er ljóst að breytingar á skólaárinu í Menntaskólanum á Akureyri verða frá og með komandi hausti. Skólinn verður því settur fimmtudaginn 31. ágúst 2017.

Eins og fram hefur komið hefur verið unnið að því að færa skólaárið í MA nær því sem þekkist við aðra framhaldsskóla.

Prófum á vorönn mun ljúka í fyrstu viku júní og brautskráning verður sem verið hefur, 17. júní.

Jón Már Héðinsson skólameistari segist, á heimasíðu MA líta svo á að þessi tilfærsla sé skref í áttina að því að samræma skólaár framhaldsskólanna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó