Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar auglýsir nú eftir aðilum sem vilja taka að sér rekstur skíðasvæðisins í Hlíðafjalli. Frístundaráð Akureyrar fékk félagið í verkið. Áætlaður rekstur í fjallinu felur ekki einungis í sér rekstur skíðasvæðisins á veturna heldur er litið til heilsársreksturs, þar sem nú er komin hjólabraut til notkunar yfir sumartímann. Meðfram rekstri þyrfti að vinna að uppbyggingu svæðisins en hugmyndir hafa verið uppi að byggja nýja stólalyftu sem færi langleiðina upp á topp.
Akureyrarbær hélt kynningarfund í hádeginu í dag í Hlíðarfjalli, ætlaðan aðilum í ferðaþjónustu, sem hafa áhuga á verkefninu. Þar var farið yfir þau tækifæri sem Hlíðarfjall hefur upp á að bjóða og helstu spurningum svarað.
UMMÆLI