NTC

Brenndu bananarnir gefa út nýtt lag

Brenndu bananarnir gefa út nýtt lag

Norðlenska hljómsveitin Brenndu bananarnir sendi í upphafi desember frá sér lagið Komdu með hann strax!!. Lagið fjallar um að lána einhverjum penna og fá hann svo ekki til baka fyrr en alltof seint.

Hekla Magnúsdóttir, aðallagahöfundur hljómsveitarinnar, er á fyrsta ári í Skapandi tónlist við Tónlistarskólann á Akureyri og nýja lagið er hluti af tónlistarverkefni hennar þar.

Hekla spilar á hljómborð og syngur í laginu, en auk hennar er Sigrún, sem spilar á hljómborð og syngur, Valdimar sem spilar á trommur og Grétar sem spilar á bassa. Hekla tók upp lagið, hljóðblandaði og masteraði.

Lagið má finna á streymisveitum. Hér er það á Spotify:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó