Brenndu bananarnir gefa út lagið Ég nenni ekki að labba upp gilið

Brenndu bananarnir gefa út lagið Ég nenni ekki að labba upp gilið

Norðlenska hljómsveitin Brenndu bananarnir hefur gefið út nýtt lag og myndband. Lagið heitir Ég nenni ekki að labba upp gilið og fjallar um það hversu leiðinlegt það getur verið að labba upp Listagilið á Akureyri.

Sjá einnig: Brenndu bananarnir gefa út lagið Komdu með hann strax!!!

Hekla Magnúsdóttir, aðallagahöfundur hljómsveitarinnar, er á fyrsta ári í Skapandi tónlist við Tónlistarskólann á Akureyri og Menntaskólann á Akureyri. Hún og Sigrún Freygerður Finnsdóttir skipa sveitina Brenndu bananarnir.

Hlustaðu á lagið Ég nenni ekki að labba upp gilið hér að neðan. Lagið má einnig finna á Spotify.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó