NTC

Brekkuskóli og Varmahlíðarskóli sigruðu í Skólahreysti

Mynd: Skólahreysti

Í gær fór fram keppni í tveimur riðlum í Skólahreysti í Íþróttahöllinni á Akureyri. Skólar af Norðurlandi kepptu innbyrðis en sér riðill var fyrir skóla innan Akureyrar.

Varmahlíðarskóli sigraði keppni skóla frá Norðurlandi en Brekkuskóli stóð uppi sem sigurvegari í Akureyrarkeppninni.

Þetta er annað árið í röð sem skólarnir sigra riðla sína og komast í úrslit keppninnar.

Oddeyrarskóli lenti í 2. sæti í Akureyrarkeppninni og Giljaskóli í því þriðja. Grunnskólinn austan Vatna varð annar í Norðurlandskeppninni og Grunnskóli Fjallabyggðar í þriðja sæti.

Úrslit Skólahreystis fara fram í Laugardalshöll í Reykjavík 2. maí næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI