Brautskráning úr MA með öðru sniði en vanalega

Brautskráning úr MA með öðru sniði en vanalega

Brautskráning úr Menntaskólanum á Akureyri fer að venju fram 17. júní í ár. Streymt verður beint frá athöfninni sem hefst klukkan 10 í Íþróttahöllinni. Þetta kemur fram á vef skólans.

Þar segir að gert sé ráð fyrir því að hægt verði að skipta Höllinni upp í þrjú svæði og að hver nemandi geti tekið með sér tvo gesti. Það fari þó allt eftir því hvaða tilslakanir hafi verið gerðar á samkomubanni á þessum tíma.

Ekki verður haldin sameiginleg veisla nýstúdenta, fjölskyldna þeirra og starfsmanna um kvöldið í Höllinni líkt og hefur verið um ómuna tíð, eða allt að því. Hátíð jubilanta sem vera átti 16. júní hefur líka verið frestað til 18. júní 2021.

Stúdentsefnin ætluðu að dimittera 14. maí en því var aflýst vegna COVID. Þau stefna þó að því að kveðja kennara sína á einhvern hátt fyrir brautskráningu. 

Sambíó

UMMÆLI