NTC

Brautskráning HA verður rafræn

Brautskráning HA verður rafræn

Háskólinn á Akureyri tilkynnti í dag að væntanleg brautskráning í sumar, þann 12. og 13. júní, verði með rafrænum hætti. Vegna þeirra aðstæðna og þeirra reglna sem gilda um fjöldatakmarkanir samþykkti Háskólaráð þessa tillögu framkvæmdastjórnar að brautskráning 2020 verði með rafrænum hætti. Vænta má nánari upplýsinga um útfærslu brautskráningar í kringum 20. maí.

Vonast til að halda brautskráningarhátíð í febrúar á næsta ári

Þó stendur nemendum til boða, sem ljúka námi á árinu 2020, að taka formlega þátt í brautskráningarhátíð sem haldin verður í febrúar 2021 ef aðstæður í samfélaginu leyfa að halda slíka hátíð á þeim tímapunkti. ,,Niðurstaða þessi er erfið fyrir okkur öll enda brautskráningarhátið mikil uppskeruhátíð fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Breyttar aðstæður kalla á breytt fyrirkomulag, gerum það besta úr aðstæðum. Við munum því leggja mikinn metnað í að reyna að fanga hinn sanna uppskeruanda með rafrænum hætti nú í júní,“ segir í tilkynningunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó