NTC

Bragi Bergmann sæmdur gullmerki KSÍ

Bragi Bergmann sæmdur gullmerki KSÍ

Á ráðstefnu landsdómara síðastliðna helgi afhenti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, Braga Bergmann gullmerki KSÍ fyrir 50 ára starf fyrir knattspyrnuhreyfinguna.

Auk þess að eiga feril sem dómari hefur Bragi í gegnum tíðina gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ. Má þar nefna m.a. sæti í dómaranefnd og eftirlitstörf svo eitthvað sé nefnt.

Bragi var um árabil alþjóðlegur dómari fyrir Íslands hönd og þess utan átti hann langan og farsælan feril sem dómari á innlendum vettvangi.

„Það er fagnaðarefni að Bragi mun áfram starfa sem eftirlitsmaður hjá KSÍ. KSÍ óskar Braga alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum fyrir hans framlag í gegnum tíðina og vonandi um ókomin ár,“ segir í tilkynningu KSÍ.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó