NTC

Borun eftir heitu vatni í Eyjafirði bar ekki árangur

nasi_borun_hrafnagil_botn_2016

Mynd: Norðurorka

Borun Norðurorku eftir heitu vatni í Eyjafirði sem hófst snemma í sumar er nú lokið. Borað var á mörkum Hrafnagils og Botns í Eyjafirði.

Skemmst er frá því að segja að borunin skilaði engum árangri og eru bormenn á vegum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða farnir af svæðinu.

Farið var niður á 1905 metra dýpi þegar borun var hætt en fram kemur í frétt á vef Norðurorku að borunin hafi gengið afar erfiðlega og gefið nánast ekkert vatn. Það sé því ljóst að holan verði ekki virkjuð.

Þar sem framkvæmdum er nú lokið mun Norðurorka á næstu vikum fara í frágang í og við borsvæðið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó