Borgarstjórinn sá um Breiðablik

Stórkostleg

Þór/KA gerði heldur betur góða ferð í Kópavoginn í dag þegar liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Pepsi-deildar kvenna en þetta var síðasti leikur liðanna fyrir EM fríið.

Langbesti leikmaður deildarinnar, Sandra Stephany Mayor, sem gengur nú undir viðurnefninu Borgarstjórinn, kom Þór/KA yfir á 37.mínútu þegar hún lék sér að Sonný Láru Þráinsdóttur og skoraði í autt markið eftir frábæra stoðsendingu frá Huldu Ósk Jónsdóttir.

Akureyrarmærin Rakel Hönnudóttir jafnaði metin fyrir heimakonur snemma í síðari hálfleik og þannig hélst staðan allt þar til á 86.mínútu þegar Sandra Stephany Mayor tryggði Þór/KA sigurinn með marki beint úr aukaspyrnu í stöng og inn.

Þó Sandra Stephany Mayor hafi óumdeilanlega verið besti leikmaður vallarins áttu fleiri leikmenn Þórs/KA góðan leik og ber þar fyrsta að nefna Huldu Björg Hannesdóttir sem fékk það verðuga verkefni að stöðva landsliðskonuna Fanndísi Friðriksdóttur. Óhætt er að segja að Huldu hafi tekist vel til með dyggri aðstoð Biöncu Sierra sem lék við hlið hennar í vörninni.

Breiðablik 1 – 2 Þór/KA
0-1 Sandra Mayor (’37)
1-1 Rakel Hönnudóttir (’51)
1-2 Sandra Mayor (’86)

Úrslit dagsins þýða að Þór/KA fer inn í fríið með sex stiga forystu á toppi deildarinnar en næsti leikur liðsins er þann 10.ágúst næstkomandi þegar Fylkir heimsækir Þórsvöll.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í deildinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó