Húsvíkingurinn Ævar Austfjörð lauk nýverið við rannsókn sem hann rakst á hjá bandarískum lækni á netinu. Rannsóknin fólst í því að borða bara kjöt og drekka vatn í 90 daga. Ævar sjálfur er mikill áhugamaður um næringu, hann hefur misst rúm 10 kíló og hefur að eigin sögn aldrei liðið betur.
„Ég er mun orkumeiri og með betri einbeitingu. Síðdegisþreyta og slen er ekki til staðar og ég hef líka mun meiri orku á æfingum,“segir Ævar í samtali við Nútímann fyrr í dag.
Hann segist hafa farið í blóðprufu að loknum 90 dögum og allt hafi komið vel út. Hann segist ætla að halda þessu áfram en muni þó líklega fá sér egg og fisk með smjöri af og til. Nánar er rætt við Ævar á vef Nútímans og þar má einnig sjá myndir af Ævari fyrir og eftir rannsóknina.
UMMÆLI