NTC

Bónus við Langholt lokar 10. febrúar

Eftir breytingarnar mun Bónus verslunin nýta allt húsið

Miklar framkvæmdir eru hafnar í Bónus við Langholt á Akureyri, en stækka á búðina um 270 m² segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus. Stækkunin er í vestur enda hússins þar sem áður var meðal annars Kristjánsbakarí, en plássið hefur staðið autt undanfarið.

Áætlað er að loka versluninni tímabundið þann 10. febrúar næstkomandi en á sama tíma og stækka á búðina á einnig að breyta talsvert skipulagi hennar. Þannig munu afgreiðslukassarnir eftir breytingarnar verða í nýja hlutanum í vestur enda hússins, mjólkur og grænmetiskælarnir munu þó áfram vera á sama stað og nú. Á sama tíma á að skipta út allri lýsingu og fara í umhverfisvænni LED lýsingu ásamt því að endurnýja gólf og innréttingar.

Áætlað er að opna verslunina aftur í byrjun mars.

Sambíó

UMMÆLI