NTC

Bónus og YES snjóbretti komin í samstarf

Bónus og YES snjóbretti komin í samstarf

Bónus og YES snjóbretti kynna til leiks skemmtilegt og djarft samstarf í upphafi veturs. Þetta samstarf sameinar heim snjóbretta og íslenskrar menningu og fagnar einstökum stíl og sjálfstæðum anda beggja vörumerkjana. YES, sem er þekkt fyrir nýstárlega snjóbrettahönnun tók höndum saman við Bónus um að búa til snjóbretti sem undirstrikar bæði litríkt og fjörugt vörumerki Bónus og fagurfræði og leikgleði YES. Bónus x YES snjóbrettið verður fáanlegt í verslunum um heim allan í gegnum sölu og dreifikerfi YES. Hér á Íslandi verður snjóbrettið fáanlegt í gegnum Kuldi sem rekur vefverslun og búð í Skeifunni, Reykjavík.

Frá Eika Helgasyni:
„Á hverju ári reynum við að vera í samstarfi við áhugavert fólk, listamenn eða fyrirtæki við hönnun snjóbrettana okkar. Okkur hefur lengi dreymt um að búa til „Bónus snjóbretti” og setja íkoníska bleika grísinn á brettin okkar. Í ár varð þetta loksins að veruleika og stórt TAKK á Bónus að taka þátt í gleðinni með okkur. Núna fáum við líka loksins tækifæri til að skjóta „Bónus – bónus efni” eins og okkur
dreymdi um fyrir 20 árum þegar við vorum að gefa út snjóbrettamyndir á DVD.”

Klippa sem skotin var í Bónus á Norðurtorgi fyrir samstarfið
    Sambíó

    UMMÆLI

    Sambíó