Gæludýr.is

Bólusetning fyrir barnshafandi konur

Bólusetning fyrir barnshafandi konur

Barnshafandi konum á Norðurlandi býðst að koma í fyrri bólusetningu með Pfizer bóluefni annað hvort á Sauðárkróki eða Siglufirði í þessari viku eða á Akureyri í næstu viku. Mælt er með að bólusetning fari fram eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið.

Bólusetningin fer fram á eftirtöldum stöðum og eru barnshafandi konur velkomnar óháð búsetu á Norðurlandi:

Fimmtudaginn 29. júlí  kl: 16 í Fjölbrautskólanum á Sauðárkróki. Bóka þarf tíma í síma 432 4236.

Föstudaginn 30. júlí kl: 13 á heilsugæslunni á Siglufirði. Bóka þarf tíma í síma 460 2100.

Fimmtudaginn 5. ágúst á Slökkvistöðinni á Akureyri kl: 13-14. Skráning fer fram á staðnum.

Nauðsynlegt er að hafa með sér skilríki og minnt er á grímuskyldu. 

Samkvæmt upplýsingum frá Embætti Landlæknis um bólustningar er frá 27.07.2021 mælt með bólusetningu barnshafandi kvenna við COVID-19. Ekki er búist við að notkun bóluefnis hjá barnshafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur óvirkjuð (ekki lifandi) bóluefni en mælt er með notkun t.d. inflúensubóluefnis hvenær sem er á meðgöngu. Vegna aukinnar hættu barnshafandi kvenna á blóðtöppum og skorts á reynslu annars staðar frá er ekki mælt með notkun bóluefnis frá Janssen eða Astra Zeneca fyrir barnshafandi konur hér á landi að svo komnu máli.

Fyrir frekari upplýsingar frá Embætti Landlæknis um bólusetningar barnshafandi kvenna smellið hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó