Gæludýr.is

Bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst á Akureyri

Bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst á Akureyri

Bókmenntahátíðin í Reykjavík þjófstartar í Menningarhúsinu Hofi dagana 23. og 24. apríl. Hátíðin er samstarf Menningarfélags Akureyrar, Bókmenntahátíðarnnar í Reykjavík og Amtsbókasafnsins á Akureyri.

„Við hlökkum mikið til Bókmenntahátíðarinnar hér í Hofi og gerum okkur vonir um að áhugafólk um bókmenntir á Akureyri og nærsveitum fjölmenni, taki þátt og njóti þeirrar dagskrár sem við erum að setja saman. Við munum fljótlega láta vita hér hvaða höfundar koma norður svo allir geti nálgast bækur þeirra og hafið lesturinn,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar og verkefnastjóri Bókmenntahátíðardagskrárinnar á Akureyri á mak.is.

Höfundar frá fjölmörgum löndum koma á hátíðina en verk margra þeirra hafa verið eða verða gefin út á Íslandi í tilefni af hátíðinni. Í ár litast hátíðin meðal annars af því að hundrað ár eru frá því að fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness kom út og verður efnt til alþjóðlegs málþings af því tilefni. Þá verða heiðursverðlaun þýðenda af íslenku á erlend mál veitt í þriðja sinn. Að venju verða upplestrar, umræður og fyrirlestrar og er aðgangur ókeypis á alla viðburði og allir velkomnir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó