Bók um fjallkonuna gefins víða um bæinnFjallkona Akureyrarbæjar 2024, Diljá María Jóhannsdóttir. Ljósmynd: Akureyrarbær

Bók um fjallkonuna gefins víða um bæinn

Fyrir hátíðarhöldin 17. júní og í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands gaf forsætisráðuneytið út bókina „Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær“ sem er gjöf til landsmanna.

Bókin var gefin gestum og gangandi á hátíðarsvæðinu í Lystigarðinum á þjóðhátíðardaginn og fæst nú endurgjaldslaust í Amtsbókasafninu, Sundlaug Akureyrar, Glerárlaug, Handverkshúsinu í Grímsey og í Hríseyjarbúðinni á meðan birgðir endast. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar. Þar segir um bókina:

Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu hennar og birt ávörp fjallkonunnar allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru þýðingar m.a. á ensku og pólsku.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó