Blush opnar á Glerártorgi í dag

Blush opnar á Glerártorgi í dag

Ný og glæsileg verslun Blush mun opna á Glerártorgi á Akureyri í dag. Blush er kynlífstækjaverslun sem sérhæfir sig í sölu á hágæða unaðsvörum.

Verslunin opnar dyr sínar klukkan 12 í dag en fyrstu 50 gestirnir fá gjöf frá Blush. Þá verður 15 prósent afsláttur af öllum vörum í dag og þau sem versla fyrir meira en 10 þúsund krónur fá að snúa lukkuhjóli.

Einnig verður 15 prósent opnunarafsláttur dagana 21.-23. mars í verslun Blush á Akureyri. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó