Veðurspáin fyrir helgina lofar góðu á Norður- og Austurlandi. Spáð er yfir 15 stiga hita og jafnvel allt að 20 stigum. Skíðafólk ætti að gleðjast enda eru bæði unglingameistaramót og Skíðalandsmót Íslands í skíðagöngu í Hlíðarfjalli um helgina.
„Það er ekkert útilokað að hitinn nái 20 stigum fyrir norðan og austan en það þarf ýmislegt að ganga upp til að svo verði. Eigum við ekki að segja að miði sé möguleiki,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands á mbl.is.