NTC

Bleikur fimmtudagur í VMA í dag í minningu Bryndísar Klöru

Bleikur fimmtudagur í VMA í dag í minningu Bryndísar Klöru

Að frumkvæði nemendafélagsins Þórdunu í Verkmenntaskólanum á Akureyri, VMA, verður bleikur fimmtudagur í VMA í dag í minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sár­um sín­um 30. ágúst sl. eft­ir stunguárás á Menningarnótt í Reykja­vík.

„Bleikur var uppáhalds litur Bryndísar og með því að klæðast bleiku í dag vilja nemendur og starfsfólk VMA heiðra minningu Bryndísar Klöru og sýna hluttekningu og stuðning við fjölskyldu hennar og vini,“ segir í tilkynningu á vef VMA.

Minn­ing­ar­sjóður Bryn­dís­ar Klöru hefur verið stofnaður og er for­seti Íslands, Halla Tóm­as­dótt­ir, vernd­ari sjóðsins. Sjóðnum er ætlað að styðja við verk­efni sem miða að því að vernda börn gegn of­beldi og efla sam­fé­lag þar sem sam­kennd og sam­vinna eru í for­grunni. Sjóður­inn mun ein­beita sér að fræðslu, rann­sókn­um og vit­und­ar­vakn­ingu til að koma í veg fyr­ir að sá hörmulegi atburður er leiddi til fráfalls Bryndísar Klöru end­ur­taki sig.

Tekið er við framlögum á reikn­inginn 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó